Sérhljóð
Hér lærum við hvernig á að bera fram einhljóðin 8 í íslensku og tvíhljóðin 8.
Einhljóð
Þessi hljóð samanstanda af einu sérhljóði. Svona ber maður þau fram:
Ritháttur | Framburður | Hljóðritun |
---|---|---|
a | [a] | |
e | [ɛ] | |
i/y | [ɪ] | |
í/ý | [i] | |
o | [ɔ] | |
u | [ʏ] | |
ú | [u] | |
ö | [œ] |
Í hljóðritun eru notuð tákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu (IPA-stafrófinu). Þú þarft ekki endilega að skilja hvað þau merkja til að læra íslenskan framburð.
Tvíhljóð
Tvíhljóð samanstanda af tveimur sérhljóðum en í rituðu máli eru þau ekki endilega skrifuð með tveimur bókstöfum.
Tvíhljóðin í íslensku eru:
Ritháttur | Framburður | Hljóðritun |
---|---|---|
á | [au] | |
é | [jɛ] | |
ó | [ou] | |
æ | [ai] | |
ei/ey | [ei] | |
au | [œi] | |
ogi | [oi] | |
ugi | [ʏi] |
Á íslensku sér maður varla sama sérhljóðið fleiri en einu sinnu í röð, til dæmis aa eða ii. Reyndar gerist það sjaldan að maður sér fleiri en eitt sérhljóð saman yfirhöfuð, nema það sé tvíhljóð sem er nefnt fyrir ofan, eða:
- Eitt sérhljóðanna er með broddi, t.d. áætlun, Ítalía;
- Um tökuorð er að ræða, t.d. Ísrael, flauel.
Í samansettum orðum kemur fyrir að sama sérhljóðið birtist tvisvar í röð en í þessu tilfelli er það borið fram sem tvö sérhljóð. Til dæmis er hjartaaðgerð borið fram eins og það sé skrifað hjarta‑aðgerð (🤓 hljóðritun fyrir nörda: /ˈçartaˌaðcɜrð/).
Á undan ng/nk
Á undan ng eða nk breytist framburður ákveðinna sérhljóða. Þessar breytingar ná til eftirfarandi sérhljóða:
Sérhljóð | + ng/nk → | verður | Hljóðritun | Dæmi | |
---|---|---|---|---|---|
a | á | [au] | langur, blankur, banki | ||
e | ei | [ei] | enginn, lengi | ||
i | í | [i] | Ingi, flinkur | ||
u | ú | [u] | pungur, punktur | ||
ö | au | [œi] | söngur, blönk |