Þátíð
Notkun
⬅️ Þátíð er notuð til að tala um eitthvað sem gerðist í fortíðinni. Til dæmis:
Ég keyrði í vinnu í morgun.
Doug flutti til Íslands fyrir tuttugu árum.
Fannstu lyklana þína?
Þátíðin er notuð til að tala um eitthvað sem er búið að gerast, hvort sem það var fyrir 3 sekúndum eða 20 milljón árum.
Unlike the present tense, which can be used to talk about recurring events or the future, the past tense is decidedly for things that happened in the past.
Beyging
Veikar sagnir
Each of the three groups of weak verbs🇮🇸 veik sögn forms its past tense differently, although they all share the common feature of adding an ending containing a 🦷 dental consonant (ð, d or t).
Í hverjum flokki veikra sagna er þátíð mynduð á mismunandi hátt. Flokkarnir eiga það samt sameiginlegt að þátíðin er mynduð með einhvers konar 🦷 tannhljóði (ð, d eða t).
1. flokkur
1. flokks sagnir fá alltaf sérhljóð (a eða u) í endingunni:
Persóna | að teikna | að byrja | að tala | ||
---|---|---|---|---|---|
Eintala | 1. | ég | teiknaði | byrjaði | talaði |
2. | þú | teiknaðir | byrjaðir | talaðir | |
3. | hann hún hán það | teiknaði | byrjaði | talaði | |
Fleirtala | 1. | við | teiknuðum | byrjuðum | töluðum |
2. | þið | teiknuðuð | byrjuðuð | töluðuð | |
3. | þeir þær þau | teiknuðu | byrjuðu | töluðu |
Í fleirtölunni (við töluðum, þið töluðuð, þau töluðu) er möguleiki á U-hljóðvarpi af völdum ‑u‑ í endingunni. Sjá U-hljóðvarp fyrir reglurnar.
2. flokkur
Þátíð 2. flokks sagna er mynduð með því að bæta endingu við stofninn sem inniheldur tannhljóð (ð, d eða t, sjá Tannhljóðsendingar hér fyrir neðan). Það kemur ekkert sérhljóð milli stofnsins og endingarinnar:
Persóna | að stara | að gleyma | að benda | ||
---|---|---|---|---|---|
Eintala | 1. | ég | starði | gleymdi | benti |
2. | þú | starðir | gleymdir | bentir | |
3. | hann hún hán það | starði | gleymdi | benti | |
Fleirtala | 1. | við | störðum | gleymdum | bentum |
2. | þið | störðuð | gleymduð | bentuð | |
3. | þeir þær þau | störðu | gleymdu | bentu |
Í fleirtölunni (við störðum, þið störðuð, þau störðu) er möguleiki á U-hljóðvarpi af völdum ‑u‑ í endingunni. Sjá U-hljóðvarp fyrir reglurnar.
3. flokkur
Þátíð 3. flokks sagna er mynduð með því að:
- Bæta endingu við stofninn sem inniheldur tannhljóð (ð, d eða t, sjá Tannhljóðsendingar hér fyrir neðan).
- Beita I-hljóðvarpi á sérhljóðið í stofninum (e → a, y → u, ý → ú).
Það kemur ekkert sérhljóð milli stofnsins og endingarinnar:
Persóna | að spyrja | að semja | að flytja | ||
---|---|---|---|---|---|
Eintala | 1. | ég | spurði | samdi | flutti |
2. | þú | spurðir | samdir | fluttir | |
3. | hann hún hán það | spurði | samdi | flutti | |
Fleirtala | 1. | við | spurðum | sömdum | fluttum |
2. | þið | spurðuð | sömduð | fluttuð | |
3. | þeir þær þau | spurðu | sömdu | fluttu |
Í fleirtölunni (við sömdum, þið sömduð, þau sömdu) er einnig möguleiki á U-hljóðvarpi eftir I-hljóðvarp af völdum ‑u‑ í endingunni. Sjá U-hljóðvarp fyrir reglurnar.
Tannhljóðsendingar
Þátíðarendingar 2. og 3. flokks sagna innihalda 🦷 tannhljóð, ýmist ð, d eða t. Tannhljóðið ræðst af hljóðinu sem kemur beint á undan því:
Stofn endar á | Tannhljóð | 2. flokkur | 3. flokkur | |
---|---|---|---|---|
sérhljóði eða f, g, r | + | ð | spáði leyfði fleygði lærði | flúði krufði þagði spurði |
l, m, n | d | fældi gleymdi rændi | duldi samdi hrundi | |
ð | dd | gæddi meiddi | gladdi | |
k, p, t, s | t | rækti gleypti breytti læsti | lukti lapti flutti þusti | |
samhljóði + ð, d, t | t | fullyrti benti rölti | — |
Sterkar sagnir
Í íslensku er þátíð sterkra sagna mynduð með því að skipta um sérhljóð. Mismunandi sérhljóð eru í mismunandi myndum en saman mynda þau hljóðskiptaröð. Sterkar sagnir skiptast í sjö flokka eftir því hvernig hljóðskiptaröð þær fá.
Það er góð hugmynd að læra 🧩 kennimyndir sterkra sagna. Með kennimyndunum fimm getur maður fundið allar aðrar mögulegar myndir sagnarinnar en þær eru:
- nafnháttur,
- fyrsta persóna eintölu í nútíð,
- fyrsta persóna eintölu í þátíð,
- fyrsta persóna fleirtölu í þátíð,
- lýsingarháttur þátíðar.
Hér fyrir neðan fylgja kennimyndir sjö sterkra sagna. Hver þeirra er úr ólíkum flokki:
Flokkur | Nafnháttur | 1. p. et. nt. | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|---|---|
1. | bíta | bít | beit | bitum | bitið |
2. | sjóða | sýð | sauð | suðum | soðið |
3. | detta | dett | datt | duttum | dottið |
4. | stela | stel | stal | stálum | stolið |
5. | sitja | sit | sat | sátum | setið |
6. | taka | tek | tók | tókum | tekið |
7. | gráta | græt | grét | grétum | grátið |
Hér fyrir neðan er hver flokkur tekinn fyrir sig. Hér geturðu flett upp sterkum sögnum í töflu.
1. flokkur
Hljóðskiptaröð: í – ei – i – i/e
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
líta | leit | litum | litið |
skríða | skreið | skriðum | skriðið |
bíða | beið | biðum | beðið |
Ein sögn í þessum flokki er aðeins öðruvísi:
stíga | steig/sté | stigum | stigið |
2. flokkur
Hljóðskiptaröð: jó/jú – au – u – o
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
bjóða | bauð | buðum | boðið |
sjóða | sauð | suðum | soðið |
skjóta | skaut | skutum | skotið |
fljúga | flaug | flugum | flogið |
strjúka | strauk | strukum | strokið |
3. flokkur
Hljóðskiptaröð: e/i – a – u – u/o
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
detta | datt | duttum | dottið |
skreppa | skrapp | skruppum | skroppið |
Í sterkum sögnum í þessum flokki sem byrja á v- í nafnhætti er því hljóði sleppt á undan u eða o:
verða | varð | urðum | orðið |
vinna | vann | unnum | unnið |
Beyging binda og vinda er aðeins óregluleg í eintölu:
binda | batt | bundu | bundið |
vinda | vatt | undu | undið |
4. flokkur
Hljóðskiptaröð: e/o – a – á – o
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
bera | bar | bárum | borið |
skera | skar | skárum | skorið |
stela | stal | stálum | stolið |
Í sofa er v bætt við myndir sem innihalda a og á:
sofa | svaf | sváfum | sofið |
5. flokkur
Hljóðskiptaröð: e/i – a – á – e
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
gefa | gaf | gáfum | gefið |
drepa | drap | drápum | drepið |
biðja | bað | báðum | beðið |
sitja | sat | sátum | setið |
Lýsingarháttur þátíðar geta er óreglulegur í merkingunni „vera fær um“:
geta | gat | gátum | getað |
Hins vegar er lýsingarháttur þátíðar getið í merkingunni „giska“.
6. flokkur
Hljóðskiptaröð: a – ó – ó – a/e
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
fara | fór | fórum | farið |
taka | tók | tókum | tekið |
Sumar sagnir í þessum flokki fá g í fleirtölu í þátíð og í lýsingarhætti þátíðar:
hlæja | hló | hlógum | hlegið |
slá | sló | slógum | slegið |
Í standa er furðuleg samhljóðsbreyting (nd → ð) í þátíð og lýsingarhætti þátíðar:
standa | stóð | stóðum | staðið |
7. flokkur
Hljóðskiptaröð: é – é
Hljóðskiptaröð: jó – u
🗑️ 7. flokkurinn er hálfgerður ruslagámur undir allt sem passar ekki inn í annan flokk. Það er samt eitt sem sagnir í þessum flokki eiga sameiginlegt:
- Sérhljóðið í stofninum er (yfirleitt) það sama og sérhljóðið í lýsingarhætti þátíðar.
Nafnháttur | 1. p. et. þt. | 1. p. ft. þt. | Lh. þt. |
---|---|---|---|
halda | hélt | héldum | haldið |
gráta | grét | grétum | grátið |
leika | lék | lékum | leikið |
hlaupa | hljóp | hlupum | hlaupið |
Í fá, ganga og búa eru nokkrar skringilegar samhljóðsbreytingar:
fá | fékk | fengum | fengið |
ganga | gekk | gengum | gengið |
búa | bjó | bjuggum | búið |