Skip to main content

Nútíð

Notkun

Nútíð, eða réttara sagt einföld nútíð, er notuð til að tala um eitthvað:

  • ⬇️ sem er að gerast núna (en framvinduháttur er oft notaður í þessu samhengi);
  • ⭕️ sem lýsir ástandi;
  • ♻️ sem gerist aftur og aftur, eins og vana eða endurtekinn atburð; eða
  • ⏳ sem á eftir að gerast.

Til dæmis:

Ég skil!
Húsið stendur á gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs.
Pabbi fer alltaf í sund á laugardögum.
Nýi iPhone-síminn kemur út í næstu viku.

Eitthvað sem er að gerast núna

Framvinduhátturinn er myndaður með vera + + nafnhætti. Hann er oft notaður til að tala um eitthvað sem er að gerast akkúrat núna:

Þór er að prjóna trefil.
Hvað ertu að gera?

En það er líka hægt að nota einfalda nútíð í þessu samhengi:

Þór prjónar trefil.
Hvað gerirðu?

Maður getur lagt áherslu á að eitthvað er að gerast akkúrat núna með framvinduhætti. Þessi greinarmunur sést vel í seinni setningunni:

  • Hvað ertu að gera? (akkúrat núna)
  • Hvað gerirðu? (í lífinu)

Ástand

Sagnir sem lýsa einhvers konar ástandi frekar en aðgerð má oftast ekki nota í framvinduhætti. Slíkar setningar eru taldar rangar eða ekki viðurkennt mál:

🚫 Kötturinn er að liggja í sófanum.
🚫 Gummi litli er að sofa í vöggunni.
Ég er ekki að búa í Reykjavík.

Hér verður að nota einfalda nútíð:

Kötturinn liggur í sófanum.
Gummi litli sefur í vöggunni.
Ég ekki í Reykjavík.

Með sögnum eins og liggja, sitja, sofa og standa er í boði að nota lýsingarhátt nútíðar:

Sjúklingurinn á ekki að vera í skóm, hvort sem hann er sitjandi eða standandi.

Endurteknir atburðir og vanar

Einföld nútíð er notuð til að tala um eitthvað sem gerist endurtekið, til dæmis hátíð sem er haldin á hverju ári eða rútínu sem maður fylgir á hverjum degi:

Þrúður fer alltaf í Bónus á föstudögum.
Klukkan slær tólf tvisvar á dag.

Ókomnir atburðir

Í íslensku er engin framtíðarmynd, bara nútíð og þátíð. Til að tala um framtíðina er notuð mismunandi setningargerð. Einfaldasta leiðin til að tala um framtíðina er að nota nútíð með tíðaratviksorði (sjá Framtíð fyrir fleiri möguleika):

Við förum til Spánar í næstu viku.
Sindri fær lyklana afhenta á morgun.
Katla gýs ekki á næstunni.

Beyging

Veikar sagnir

Til eru þrír flokkar veikra sagna en í hverjum þeirra er nútíðin mynduð á mismunandi hátt. Vert er að muna að einungis eintöluendingar eru ólíkar eftir flokkum. Fleirtöluendingar eru eins í öllum flokkum:

Persóna1. flokkur
að mála
2. flokkur
að keyra
3. flokkur
að velja
Eintala1.égmálatalakeyrivel
2.þúmálartalarkeyrirvelur
3.hann
hún
hán
það
málartalarkeyrirvelur
Fleirtala1.viðmálumtölumkeyrumveljum
2.þiðmáltalkeyrvelj
3.þeir
þær
þau
málatalakeyravelja
Athugið

Margar 3. flokks sagnir enda á ja í nafnhætti (flytja, telja, velja). Í eintölunni er j sleppt (ég vel, þú velur …) en það helst í fleirtölunni (við veljum, þið veljið o.s.frv.).

Í sögnum í öðrum flokkum sem enda á ja í nafnhætti helst j í öllum myndum, til dæmis byrja (ég byrja, þú byrjar o.s.frv.).

U-hljóðvarp

Í fyrstu persónu eintölu (við tölum, við störum) er möguleiki á U-hljóðvarpi af völdum endingarinnar um. Sjá U-hljóðvarp fyrir reglurnar.

Sterkar sagnir

Til eru sjö flokkar sterkra sagna í íslensku en til að mynda nútíð þarf maður ekki að vita hvaða flokki tiltekin sögn tilheyrir. Eins reglur gilda um alla flokka:

Eintala

  1. Finna stofn sagnarinnar með því að taka burt -a frá nafnháttarmyndinni. Til dæmis, dragadrag
  2. Beita I-hljóðvarpi á sérhljóðið í stofninum. Til dæmis, dragdreg
  3. Fyrir fyrstu persónu þá er það komið! 😄
    Í annarri og þriðju persónu eru fjögur beygingardæmi:
    Ef stofnininn endar á…
    sérhljóði-r-söðru samhljóði
    1. persónadeyfersverkýsfrýsdregsýð
    2. persónardeyrferðsverðkýstfrýstdregursýður
    3. persónardeyrfersverkýsfrýsdregursýður
Athugið

Ef nafnhátturinn endar á -ja þá þarf líka að taka burt j (deyjadey). Ef nafnhátturinn enda ekki á -a, til dæmis , þá er ekkert að taka burt!

Fleirtala

Sömu endingar og fyrir veikar sagnir eru notaðar hér. Það er ekkert I-hljóðvarp en það er möguleiki á ⚠️ U-hljóðvarpi (til dæmis, dragavið drögum).

Athugið

Það eru örfáar sagnir sem enda á -va í nafnhætti (sökkva, höggva). Í eintölunni er v sleppt (ég sekk, þú sekkur …) en það helst í fleirtölunni (við sökkvum, þið sökkvið o.s.frv.).